© 2024 Tix Ticketing
Hljómahöll
•
24 October
Ticket prices from
ISK 6,900
Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.
Hljómsveitin Moses Hightower kemur fram á tónleikaröðinni Trúnó þann 24. október. Sveitina þarf vart að kynna en hún er margverðlaunuð fyrir plötur sínar, texta og spilamennsku. Sveitina skipa þeir Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og Magnús Trygvason Eliassen, en með þeim leika Rögnvaldur Borgþórsson á gítar og Magnús Jóhann Ragnarsson á hljóðgervla og slagverk.
Sveitin hefur gefið út fjórar frábærar breiðskífur; Búum til börn (2010), Önnur Mósebók (2012), Fjallaloft (2017) og Lyftutónlist (2020). Þar að auki hefur sveitin gefið út plöturnar Mixtúrur úr Mósebók (2013) og Fjallaoft live (2019).
Hljómsveitin kemur sjaldan fram, þannig að ekki láta þessa sannkölluðu tónlistarveislu fram hjá ykkur fara!
Húsið opnar kl.19, tónleikarnir hefjast kl. 20.