Þjóðleikhúsið

8 shows

Ticket prices from

ISK 4,500

Hversu langt er manneskjan reiðubúin að ganga til að fá óskir sínar uppfylltar?

Hún er kona í blóma lífsins, sjálfsörugg og opinská, eldklár, ákveðin og óhefluð. Henni gengur vel í starfi sínu og er að flytja inn í nýtt hús með manninum sem hún elskar. Það er bara eitt sem vantar – barn. Kærastinn er til í það, og það er ekki eftir neinu að bíða! En það sem virðist svo eðlilegur hluti af lífinu reynist ekki sjálfsagt. Eftir því sem biðin lengist virðist einhver ofursterkur kraftur ná sífellt öflugri tökum á henni. Löngun verður að þrá, þráin að þráhyggju og smám saman missir hún tökin… Hvernig bregst kona við ef lífið verður ekki við hennar heitustu bón?

Yerma er í seinn leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem hefur slegið rækilega í gegn. Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans og frumkraftarnir í verkinu birtast okkur í nýju ljósi.

Gísli Örn Garðarsson leiðir hér saman einstaklega sterkan hóp leikara í fádæma kraftmiklu verki. Það er óhætt að lofa magnaðri kvöldstund!

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger