Litla hryllingsbúðin

Leikfélag Akureyrar

16. - 21 April

Ticket prices from

ISK 9,500

Leikfélag Akureyrar frumsýnir margverðlaunaða söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu í október 2024.

Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson.

Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin eftir Howard Asman og Alan Menken hefur farið sigurför um heiminn frá því að hann var frumsýndur á Broadway árið 1982 enda hefur hann allt sem prýðir bestu söngleiki; krassandi sögu, heillandi persónur og frábæra tónlist.

Sagan af blómasalanum Baldri og plöntunni ógurlegu er löngu orðin klassík í hugum áhorfenda  og höfðar til allra kynslóða. Þetta er hjartnæm, spennandi og fyndin saga með tónlist sem lætur engan ósnortinn.

Árin 1960 og 1986 komu út kvikmyndir eftir söngleiknum sem báðar hlutu mikið lof gagnrýnenda.

Söngleikurinn var fyrst fluttur hér á landi af Hinu leikhúsinu árið 1985 í Gamla bíói en næstu frumsýningar voru í Borgarleikhúsinu árið 1999 og og hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2006 í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.

LITTLE SHOP OF HORRORS

Höfundur Howard Ashman

Tónlist Alan Menken

Upphaflega framleitt í New York af WPA Leikhúsinu

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger