© 2024 Tix Ticketing
Harpa
•
15. - 16 November
Ticket prices from
ISK 7,990
Tímamótaverkið Arabian Horse flutt í heild sinni ásamt öðrum helstu tónverkum sveitarinnar.
---
Arabian Horse er partíplata með djúpa sál og minningin lifir af tónleikum sem og af dansgólfi.
Í nóvember 2024 fáum við loks að upplifa plötuna flutta aftur.
Þar fáum við að njóta plötunnar í heild sinni, leyfa taktinum að taka okkur og upplifa litbrigði tilfinninga sem streyma í gegnum þetta meistaraverk.
GusGus er þekkt fyrir að leggja allt í sölurnar í Eldborg enda fáar hljómsveitir sem eru jafn þéttar á tónleikum.
Tryggið ykkur miða í tíma, því allir tónleikar sveitarinnar til þessa hafa selst upp vel fyrir tónleikadag.