Fúsi

Reykjavík City Theatre

6 December

Falleg og hjartnæm sýning um merkilegt lífshlaup

Sýningar hefjast 26. október

Salur: Litla svið

Fúsi, aldur og fyrri störf, er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara. Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt til að lifa lífinu til hins ýtrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.

Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann meðan á covid faraldrinum stóð. Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna Fúsa og Agnars og samverustundir þeirra.

Sýningin var tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024, þar á meðal sem sýning ársins og hlaut verðlaunin fyrir leikstjórn og Sprota ársins. Þá fékk Fúsi Múrbrjótinn, verðlaun Þroskahjálpar, fyrir að brjóta niður veggi í þágu þroskahamlaðra.

Höfundar: Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson

Leikstjórn: Agnar Jón Egilsson

Leikmynd og búningar: Svanhvít Thea Árnadóttir

Tónlist: Egill Andrason

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Aðstoð við söng: Gísli Magna

Grafísk hönnun: Ragnar Visage

Tæknikeyrsla: Snorri Beck Magnússon

Aðstoðarleikstjóri: Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Þátttakendur: Agnar Jón Egilsson, Egill Andrason, Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir ofl.“

Í samstarfi við sviðslista-framleiðandann Monochrome og List án landamæra

Photo gallery

Next shows

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger