© 2025 Tix Ticketing
Háskólabíó
•
27. - 30 June
Sale starts
22 January 2025 at 12:57
()
Í samstarfi við Afturámóti
Afhverju finnst okkur svona óþægilegt að tala um klám þegar allir hafa horft á það... eða er það ekki? Hvaða hugmyndir höfum við í sambandi við kynlíf og ást, og hvað gerist ef við tölum aldrei um þær? Sumt getum við bara talað um, þegar við erum ein.
TW: það verður talað um klám og þetta gæti orðið óþægilegt... en kannski örvandi.Þegar við erum ein er einleikur sem fjallar um fyrsta ástarsamband tveggja einstaklingasem koma inn í það með ólíkar hugmyndir um kynlíf og ástina. Sagan er sögð frá sjónarhorni beggja aðila, „hennar“ sem er alin upp við rómantískar bíómyndir og bækur og „hans“ sem er mótaður af klámi. Verkið varpar fram spurningum um fantasíur og hlutverk kynjanna í þeim, og hvernig væntingar okkar mæta raunveruleikanum. Engin afstaða er tekin með eða móti, heldur fá báðir aðilar að segja sína hlið , og deila áhyggjum sínum og löngunum með áhorfendum í trúnaði, í skjóli þess að þau eru „ein.“ Þetta er berskjaldandi verk, ekki bara fyrir leikarann heldur líka fyrir áhorfandann sem fær að spegla eigin hugmyndir um ástina,kynlíf og klám í verkinu. Skömm og samskiptaleysi eru meginþemu í verkinu, sem skoðar hvað gerist þegar við náum ekki að tala saman um það sem við þráum og hugsum.Einleikur eftir Hólmfríði Hafliðadóttur, Melkorka Gunborg Briansdóttir leikstýrði og er meðhöfundur.
Mjög takmarkaður sýningafjöldi - aðeins sýnt í sumar!
Hólmfríður Hafliðadóttir, leikari og höfundurGínumaður, mótleikariMelkorka Gunborg Briansdóttir, meðhöfundur og leikstjóriMagnús Thorlacius, dramatúrgIðunn Gígja Kristjánsdóttir, leikmynd og plakatIðunn Einarsdóttir, tónskáld