FLÖKT - Listahátíð í Reykjavík

Reykjavík City Theatre

12. - 13 June

Sale starts

4 December 2024 at 09:29

()

Getum við upplifað dansverk á sama hátt og við upplifum foss?

Í FLÖKTI rannsaka danshöfundurinn og dansarinn Bára Sigfúsdóttir og rýmissagnahöfundurinn Tinna Ottesen líkamlega tengingu okkar við heiminn umhverfis okkur og það sem yfir okkur vofir í síbreytilegri veröld. Verkið hverfist um þá hugmynd að náttúran lifi ekki eingöngu utan við okkur heldur getum við skynjað hana og upplifað í gegnum eigin líkama.

Áhorfendum er boðið inn í silkitjald sem er á hreyfingu, í sífelldri umbreytingu. Saman leggja áhorfendur og dansarar upp í ferðalag inn í ljóðræna smámynd af okkar heimi.

Í listsköpun sinni fæst Tinna við kvik efni og áhrif þeirra á rými. Hún hefur verið virkur þátttakandi í íslenskri sviðslista-, kvikmynda-, og hönnunar- og myndlistarsenu undanfarin 20 ár og unnið bæði að samstarfsverkefnum og eigin verkum.

Bára hefur fengist við samband manns og náttúru í verkum sínum síðastliðin 15 ár og þróað einstakan hreyfistíl sem hún nýtir til þess að miðla hugmyndum og tilvísunum. Verk hennar The Lover hlaut Grímuverðlaunin fyrir dansara og danshöfund ársins eftir Íslandsfrumsýningu á Listahátíð 2018. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Feneyjatvíæringi sviðslista, Ice-Hot, Tanzmesse, Performatik, Moving futures og Julidans.

Can we experience a dance performance in the same way as a waterfall?

FLÖKT explores our bodily connection with our surroundings, and the conditions of the imminent in a constantly changing world. It suggests that nature does not solely exist outside of us – we can sense and experience it through our bodies.

The audience is invited into a large silk dome; a constant state of transformation. Together, we undertake a journey into an interconnected poetic miniature of our world.

Visual artist Tinna Ottesen’s artistic practice deals with performative materials and their effect on space. She has been an active participant in the Icelandic performing arts, film, and design and visual arts scene for the past 20 years, working both in collaborative projects and with her own work.

Dancer and choreographer Bára Sigfúsdóttir has long explored the relationship between humans and nature, zooming in on significant topics through the moving body in a poetic, human, detailed and vivid manner. Her work has been presented widely, including at the Venice Biennale, Ice-Hot Nordic Dance Platform, Tanzmesse, Performatik festival, Moving Futures festival and Julidans.

Listrænir aðstandendur:

Hugmynd & danshöfundur / Concept & choreography: Bára Sigfúsdóttir

Hugmynd & sviðshönnun / Concept & scenography: Tinna Ottesen

Dansarar / Dance: Bára Sigfúsdóttir, Aëla Labbé & Orfee Schuijt

Tónlist samin og flutt af / Music created & performed by: Eivind Lønning

Ljósahönnun / Lighting design: Jan Fedinger

Tæknisköpun / Technical creation: Nele Verreyken

Tæknistjórn / Technical direction: Aiste Zumbakyte

Búningar / Costume design: Andrea Kränzlin

Dramatúrgía / Dramaturgy: Sara Vanderieck

Utanaðkomandi augu / Outside eye: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Starfsnemi / Internship: Judith Dhondt

Alþjóðleg dreifing / International distribution: Apropic - Line Rousseau & Marion Gauvent

Framleiðsla / Production: GRIP

Next shows

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger