Jólahappdrætti til styrktar Barnaheillum - gamall

Happdrætti

7 December

Dregið hefur verið út og hér er hægt að nálgast upplýsingar um sigurvegara og tengiliði fyrir vinninga.

Jólahappdrætti – til styrktar Barnaheilla – Neyðaraðstoð fyrir börn á Gaza.- Vinningar að verðmæti 2,5 milljón króna.

Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the children eru stærstu frjálsu félagasamtök í heimi sem starfa í þágu barna, en samtökin hafa starfað með Palestínskum börnum síðan árið 1953 með það að markmiði að tryggja þeim öryggi á svæðinu. Þann 7. október þegar átökin milli Ísraela og Hamas samtakanna stigmögnuðust brugðust Barnaheill skjótt við og stækkuðu umfang neyðaraðstoðar á svæðinu og hafa lagt hart að sér að safna fjármagni til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í neyð á Gaza. 

Börn á Gaza eru fórnarlömb hræðilegrar mannúðarkrísu og er því mikilvægt að taka höndum saman og huga að velferð barna á svæðinu. Þrátt fyrir smæð Íslands, getum við gert kraftaverk sem þjóð – látum gott af okkur leiða um jólin og styrkjum börn og fjölskyldur þeirra í Neyð á Gaza.  

Verkið hér að ofan er mynd af palestínskum sólarfugl og er táknrænn fyrir baráttu palestínumanna í átökum þeirra við Israel. Verkið er eftir myndlistarkonuna Sögu Sigurðardóttur (SagaSig). Verkið er einnig vinningur í happdrættinu.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger