Brúðkaup Fígarós

Reykjavík City Theatre

9. - 23 February

Ticket prices from

ISK 8,900

**Brúðkaup Fígarós
**Ein ástsælasta ópera allra tíma

Frumsýnt 31. janúar

Salur: Nýja svið

Kammeróperan í samstarfi við Borgarleikhúsið setur upp hina sívinsælu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í nýrri íslenskri þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar.

Greifinn og greifynjan eru ungt og upprennandi athafnafólk sem hefur tekist hið ómögulega og byggt upp farsæla starfsemi í kringum vínrækt í Mosfellsbæ, en ekki er allt sem sýnist í þessari paradís. Þó að óperan sé í grunnin kómísk þá eru þar samt sterkir samfélagslegir þættir sem tala til okkar í dag og það er spennandi áskorun að yfirfæra þann hluta verksins yfir á nútímasamfélag. Í þessari útgáfu óperunnar láta starfsmenn vínræktuninnar óréttlæti og kynferðislega áreitni greifans ekki viðgangast og snúa á yfirmann sinn (með aðstoð greifynjunnar) til að sýna honum í tvo heimana.

Áhorfendur eru dregnir inn í heim óperunnar strax og þeir mæta í leikhúsið en áður en sýningin sjálf hefst býðst gestum að taka þátt í vínsmökkun sem greifinn stendur fyrir.

Höfundur: Lorenzo Da Ponte

Höfundur tónlistar: Wolfgang Amadeus Mozart

Leikstjórn og þýðing: Bjarni Thor Kristinsson

Tónlistarstjórn: Elena Postumi

Leikmynd: Eva Björg Harðardóttir

Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson

Búningar: Andri Unnarsson

Aðstoðarleikstjórn: Jara Hilmarsdóttir

Einsöngvarar:

Bryndís Guðjónsdóttir, Greifynjan

Eggert Reginn Kjartansson, Basillio / Don Curzio

Jón Svavar Jósefsson, Bartolo

Jóna G Kolbrúnardóttir, Súsanna

Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Marcellina

Kristín Sveinsdóttir, Cherubino

Oddur Arnþór Jónsson, Greifinn

Ragnar Pétur Jóhannsson, Antonio

Unnsteinn Árnason, Fígaró

Vera Hjördís Matsdóttir, Barbarina

Hljómsveit:

Pétur Björnsson, 1. fiðla

Guðbjartur Hákonarson, 2. fiðla

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla

Hrafnhildur M Guðmundsdóttir, selló

Jacek Karwan, kontrabassi

Steinunn Vala Pálsdóttir, flauta

Matthías Nardeau, óbó

Baldvin Ingvar Tryggvason, klarinett

Bryndís Þórsdóttir, fagott

Emil Steindór Friðfinnsson, horn

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger