© 2025 Tix Ticketing
Kjarvalsstofa Austurstræti
•
2 May
Ticket prices from
ISK 6,900
DANSPARTÝ 30+ – NOSTALGÍA Í HÁMARKI!
Við endurtökum leikinn! Fyrra danspartýið okkar sló í gegn, og nú er komið að næsta kvöldi fullu af nostalgíu, gleði og dansi! Loksins geturðu farið á alvöru danspartý, skemmt þér konunglega og samt komist heim á skikkanlegum tíma!
Föstudagskvöldið 2. maí kl. 19:30–22:00 í Fantasíu vinnustofu Kjarvals mun DJ Sunna Ben halda uppi stuðinu með tímalausum smellum. Við lofum þér trylltum dansi, frábærri tónlist og ómótstæðilegri stemningu!
Hvað bíður þín?
DJ Sunna Ben spilar bestu nostalgíulögin frá 80s og 90s
Frábær stemning og fullt af gleði, án þess að fórna svefninum!
Staðsetning: Fantasía Vinnustofa Kjarvals
Dagsetning: Föstudagur 2. maí
Tími: 19:30 – 22:00
Miðaverð: 6.900 kr.
Ekki missa af þessu einstaka kvöldi – skelltu þér með, dansaðu út í eitt og njóttu þess að komast heim á skikkanlegum tíma!