Soffía á NASA

Iceland Parliament Hotel

30 April

Ticket prices from

ISK 4,900

Soffía blæs til vortónleika á NASA við Austurvöll.

Soffía hefur verið áberandi í íslenskri tónlistarsenu frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, sem heitir einfaldlega Soffía Björg. Lagið I Lie var mikið spilað á íslenskum útvarpsstöðvum og fékk góðar umfjallanir í erlendum tónlistarmiðlum. Í kjölfarið fékk hún nokkrar tilnefningar á Hlustendaverðlaununum og Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Síðan þá hefur Soffía gefið út plötuna The Company You Keep og nokkur lög þess á milli.

Lagið Bonafide sem hún söng með Krumma fór í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 og

annað lag sem ber að nefna er er endurgerð á lagi sem að amma hennar, Soffía Karlsdóttir gerði frægt hér á landi fyrir um 70 árum síðan. Hún söng Það er draumur að vera með dáta, en Soffía Björg gerði nýjan texta við lagið og hennar útgáfa heitir Draumur að fara í bæinn.

Lagið var nýlega flutt í þætti Gísla Marteins við frábærar undirtektir.

Síðustu misseri hafa nokkur lög af þriðju sólóplötu tónlistarkonunnar verið í sýningu á RÚV í þættinum Stúdíó RÚV. Platan er í vinnslu og mun ný tónlist líta dagsins ljós mjög fljótlega.

Hljómsveitina skipa:

Pétur Ben - söngur og gítar

Fríða Dís - söngur og bassi

Magnús Trygvason Eliassen - trommur

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger