© 2025 Tix Ticketing
Ölver
•
3 shows
Ticket prices from
ISK 0
Klassíska tónskáldið Eygló Höskuldsdóttir Viborg stendur á krossgötum. Hinn klassíski tónlistarheimur er harður húsbóndi og lítinn sem engan pening er að hafa upp úr krafsinu. Hún hefur því samið átta popplög til að ná til fleiri eyrna og í von um að þau verði vinsæl á karókíbörum landsins.
Í sýningunni mun hliðarsjálf hennar, Alter Eygló, flytja lögin opinberlega sem ásamt því að velta vöngum yfir hvernig hún eigi að ná endum saman af tónlistinni einni.
Áhorfendur fara í ferðalag þar sem þeir munu líta í eigin barm varðandi neyslu á tónlist og vinnuna sem liggur á bakvið hana.
Aðstoðarmaður: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir.
Þakkir: Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Viborg, Brogan Davison, Angela Rawlings & Hrefna Lind Lárusdóttir.
Eygló Höskuldsdóttir Viborg er með meistaragráðu í tónsmíðum frá New York University. Á ferlinum hefur hún skrifað fjölda verka meðal annars fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, JACK Quartet, Cauda collective og Hljómeyki. Hún er í sviðslistahópnum Slembilukka og er meðlimur Tóma Rýmisins. Í meistaranámi sínu í sviðslistum hefur hún verið að vinna með hliðarsjálf sitt Alter Eygló sem skrifar og flytur frumsamin karókílög.
Hvenær:
Þriðjudagur 28. janúar - kl. 17:00 - 18:30
Fimmtudagur 30. janúar - kl. 17:00 - 18:30
Laugardagur 1. febrúar - kl. 20:00 - 21:30 (með Q&A)
Hvar:
Ölver - Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Gott að vita:
Gestir geta átt von á því að þurfa að taka þátt í sýningunni.