Til ljóssins og lífsins

Langholtskirkja

23 November

Ticket prices from

ISK 5,000

Til ljóssins og lífsins

Laugardaginn 23. nóvember 2024 mun Karlakórinn Fóstbræður halda tvenna tónleika í Langholtskirkju og hefjast þeir kl. 17 og kl. 20.

Yfirskrift tónleikanna er Til ljóssins og lífsins en líkt og fyrri ár leitar kórinn inn á við og býður upp á kyrrðarstund með ljúfum tónum sem veita áheyrendum tækifæri til að hugsa um hið fagra í lífinu, kærleika og frið og til ástvina sinna bæði lífs og liðinna.

Efnisskrá tónleikanna samanstendur af söngvum, bæði innlendum og erlendum, veraldlegum og trúarlegum sem eiga þó allir sameiginlegt að vera óður til lífsins, ljóssins og kærleikans og er rólegur upptaktur inn í aðventuna og dimmasta skammdegið.

Þórdís Gísladóttir, skáld og þýðandi, tekur þátt í tónleikunum og hefur frjálsar hendur milli laga.

Þórdís Gísladóttir hefur þýtt og skrifað fjölda barna- og unglingabóka, ljóðabækur, sjónvarps- og útvarpsþætti, smásögur og skáldsögu fyrir fullorðna. Hún hefur getið sér orð fyrir að skrifa leikandi léttan texta sem einkennist af orðfimi og húmor og varpar nýstárlegu ljósi á hvunndaginn og samtímann. Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra, og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir frumsamin og þýdd verk.

Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger