© 2024 Tix Ticketing
Grand Hótel
•
21 November
Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram á Grand Hótel þann 21. nóvember næstkomandi. Í ár er yfirskrift fundarins „Erum við enn í höftum?“ og er þar vísað til ýmissa kvaða og takmarkana sem ríkja á fjármálamarkaði hérlendis.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, flytur meginerindi fundarins. Þá mun Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flytja opnunarávarp. Að loknum erindum verða pallborðsumræður með þátttakendum á fjármálamarkaði.
Upplýsingar um þátttakendur í pallborði verða birtar þegar nær dregur.