Hausttónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs Furðuverur og forynjur

Háskólabíó

30 October

Ticket prices from

ISK 2,000

Haustónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs í Háskólabíói. 

Hausttónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs bera að þessu sinni keim af Hrekkjavökunni og verður mikið um undarlegar verur á sveimi. Alls koma fram um 200 börn og unglingar í þremur hljómsveitum og spila fjölbreytta tónlist sem stundum gæti orðið pínu hrollvekjandi. Yngstu hljóðfæraleikararnir hefja tónleikana með nístandi draugatónlist, en þau hafa lært á hljóðfæri í eitt til tvö ár. B sveitin skipuð nemendum á þriðja til fimmta vetri stígur næst á stokk og spennan verður síst minni hjá þeim. Eftir hlé mæta elstu krakkarnir á sviðið og leika krefjandi og ógnvekjandi verk. Krakkarnir lofa skemmtilegum og óvenjulegum tónleikunum og vona þó að enginn fari hræddur heim á eftir.

Stjórnendur hljómsveitanna eru Össur Geirsson og Gunnlaugur Bjarnason.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger