Geislar

IÐNÓ

1 November

Hljómsveitin Geislar kemur fram í fyrsta sinn í níu ár með fangið fullt af nýrri tónlist. Ný plata, Supernature er að koma út og verða lög af henni frumflutt ásamt eldra efni í bland.


Geislar eru:
Sigríður Thorlacius: Söngur
Ómar Guðjónsson: Gítar
Óskar Guðjónsson: Saxófónn
Styrmir Sigurðsson: Hljómborð
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: Bassi

Magnús Trygvason Eliassen: Trommur

Um fyrstu plötu Geisla, Containing the Dark var m.a. sagt og skrifað:

„Þetta er afskaplega vandað, og erfitt að staðsetja þetta.
Draumkennt og smá svona geðbilun [ … ] Það er jazz í þessu en líka svona Portishead.
Gæti verið bíómynd [ … ] Hugarfarssaga í textunum. Mjög flottar útsetningar, t.d. instrumental lagið, síðasta lagið á plötunni;Resolution in Revolution. Virkilega fallegt og draumkennt. Fögur tónlist. Mér finnst þetta bara alveg frábær diskur. [ … ] Þetta hljómar ekki eins og neitt annað sem ég man eftir í svipinn. Ég vona að þetta sé komið til að vera, því þetta er hálfgerð súpergrúbba með öllum þessu frábæru músíköntum. En þetta er plata sem sker sig virkilega úr.
Andrea Jónsdóttir, Plata vikunnar, RUV

* * * *
„Fólk hefur getað numið töfra hópsins á völdum hljómleikum og áttu þau t.d. glæsta innkomu á liðinni Airwaves hátíð hvar hljómagaldurinn var svo gott sem fullkominn [ … ] næturþelsdramatík;rökkurpopp þar sem einslags kvikmyndaleg epík og seiðandi djassaðar stemmur leiðast hönd í hönd. Sigríður Thorlacius syngur líkt og hún standi uppi á sviði í ólöglegum næturklúbbi í Chicago á fjórða áratugnum og framvindan er í líki gamallrar, svart- hvítrar filmu (eða svargrárrar jafnvel). Tónlistin lykst um mann og það er nánast eins og vindlareyk leggi úr Celestion-hátölurunum mínum. [ … ] þetta er klassastöff eins og sagt er.“
Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið

* * * *
„Það er eitthvað svalt og sixtíslegt við þetta. Sigríður Thorlacius söngkona er hér í dívuham. [ … ] Containing the Darkness er afbragðs hlustun í skammdeginu. Hér er myrkrið ekki flúið heldur er tekist á við það.“
Valur Gunnarsson DV

* * * *
Geislar er hugarfóstur tónlistar- og kvikmyndagerðarmannsins Styrmis Sigurðssonar. Með honum í Geislum eru margir af færustu hljóðfæraleikurum landsins og er vandað mjög til verka í öllu á þessari plötu. Tónlist Styrmis er bæði dökk, falleg og dularfull í senn.[ … ] Lögin mynda mjög synematískan heim og stundum fannst mér ég vera að hlusta á tónlist úr kvikmynd. Þetta er áhugaverð plata [ … ] Allur hljóðfæraleikur og framkvæmd er til mikillar fyrirmyndar en sérstaklega ber að nefna strengjaútsetningarnar sem eru fullkomnar.
Hannes Friðbjarnarson Fréttatíminn

„Ein af bestu plötum ársins.“
Icelandic Music Export

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger