Syngdu með Sveinka

Skátaheimili Hraunbúa

21 December

Syngdu með Sveinka er söngsýning (sing-a-long) sem verður flutt í Hraunbyrgi, Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði þessi jólin.

Syngdu með Sveinka er 30 mínútna sýning þar sem áhorfendur taka þátt í að syngja jólin inn með Jólasveinunum.

Jólasveinarnir hjá Sveinki.is eru með áratuga reynslu við að skemmta á jólaböllum, sýningum, tónleikum, heimahúsum, viðburðum og margt fleira.

Jólasveinarnir eru þekktir fyrir að hafa gítarinn góða alltaf með sér og syngja öll helstu jólalög okkar íslendinga, ásamt ábreiðum af fleiri lögum sem jólasveinarnir hafa sett sett sinn skemmtilega svip á; sjá dæmi.

Syngdu með Sveinka er “sing-a-long”, þar sem að tveir jólasveinar syngja öll þekktustu íslensku jólalögin fyrir áhorfendur. Það verða sagðar sögur, beitt galdrabrögð og allskonar skemmtilegt til að skemmta ungum sem öldnum.

Allir sem vilja, fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með jólasveininum í lok sýningar. Einnig munu allir krakkar fá gjöf úr pokanum hjá jólasveininum.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger