Tímamót og fögnuður

Salurinn

5 October

Verið hjartanlega velkomin á hátíðartónleika í tilefni af 25 ára afmæli Salarins. Frumflutt verða átta splunkuný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í flutningi ungra söngvara úr Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla. Stjórnendur skólakóranna eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir.

Lögin átta eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg; blíð og björt, kraftmikil og fjörug, flókin og látlaus, við sögu koma glimmersturtur, tátuþulur, perlusöngvar og gleðigeislar en sum laganna voru samin í nánu samstarfi við ungu söngvarana. Tónskáldin sem fengin voru til verksins eru Benedikt Hermann Hermannsson (Benni Hemm Hemm), Ingibjörg Fríða Helgadóttir & Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lúpína (Nína Sólveig Andersen), Tryggvi M. Baldvinsson, Úlfur Eldjárn og Þóra Marteinsdóttir.

Hátíðarhljómsveit dagsins er skipuð Daða Birgissyni á píanó, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Guðnýju Jónasdóttur á selló, Alexöndru Kjeld á kontrabassa og Kristófer Rodriguez Svönusyni, trommu- og slagverksleikara og bæjarlistamanni Kópavogsbæjar.

Kynnir á tónleikunum er Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Við hlökkum til að sjá ykkur í tyllidagaskapi.

Verkefnið er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar, Barnamenningarsjóð

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger