© 2024 Tix Ticketing
Hannesarholt
•
21 November
Ticket prices from
ISK 4,900
Píanóleikarinn Erna Vala leikur verk eftir Jórunni Viðar, Johannes Brahms og Béla Bartók. Tónleikarnir varpa ljósi á heimatilfinninguna. Af hverju Brahms og Bartók og af hverju skipta þessir hlutir máli yfirleitt? Sortnar þú ský eftir Jórunni Viðar hefur ekki enn verið gefið út, en þetta verður í fyrsta sinn sem verkið verður leikið á opinberum tónleikum.
Jóhannes Brahms
8 Klavierstücke, Op.76
Jórunn Viðar
Tilbrigði um íslenskt þjóðlag
Béla Bartók
Tveir rúmenskir dansar, Op. 8a
Erna Vala hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum auk þess að vinna til verðlauna fyrir píanóleik. Þar má nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö, fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA- píanókeppninnar á Íslandi og Unga einleikara. Erna Vala hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitum og spilað einleiks- og kammertónleika við ýmsar tónleikaraðir og tónlistarhátíðir. Erna Vala lauk bakkalárgráðu og diplómu í píanóleik við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté árin 2016 og 2017. Erna Vala er útskrifaðist með meistaragráðu í píanóleik frá Sibelíusarakademíunni árið 2019 undir handleiðslu Hömsu Juris. Auk þess hlaut hún meistaragráðu í hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2023 þar sem hún gengdi einnig stöðu forseta Stúdentaráðs LHÍ og forseta nemendafélags tónlistardeildar LHÍ.
Hún hefur nú aðsetur í London og vinnur að doktorsgráðu í Performance Research við Royal Academy of Music. Rannsóknin hennar skoðar hvernig mynda má nánara samband tónlistarflytjenda og áhorfenda út frá sjónarhorni sín sem tónlistarflytjanda í gegnum eigin reynslu sem flytjandi og endurgjöf áhorfenda. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Seiglu en hátíðin er vettvangur rannsóknarinnar. Sem mikill talsmaður þess að hlúa að jákvæðum samfélögum starfar Erna Vala sem stofnandi og forseti Íslenska Schumannfélagsins sem hefur tileinkað sér það markmið að styðja við heilbrigt og virkt tónlistarlíf á Íslandi. Vefsíða Ernu Völu: https://www.ernavala.is/