Tengjum ríkið 2024

Hilton Reykjavík Nordica

26 September

Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið.

Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin þann 26. september frá 13-17 á Hilton Nordica sem og í streymi.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er breytingastjórnun með sérstaka áherslu á innleiðingu stafrænnar þjónustu og ferla. Dave Rogers, Liz Whitfield og Sara Bowley eru lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár en þau hafa öll tekið þátt í og náð frábærum árangri í ólíkum og stórum stafrænum umbreytingaverkefnum í bresku stjórnsýslunni.

Þá verður fjöldi áhugaverðra erinda frá stofnunum sem hafa náð góðum árangri í stafrænni vegferð og stafrænni þjónustu. Þar á meðal eru erindi frá Samgöngustofu, Sjúkratryggingum, TR, Vinnumálastofnun og frá verkefninu Fyrir Grindavík. Dagskrá ráðstefnunnar lýkur með Stafrænum skrefum stofnana þar sem veittar verða viðurkenningar til þeirra stofnana sem hafa tekið stafræn stökk á árinu í samstarfi við Stafrænt Ísland.

Nánari upplýsingar um Dave, Liz og Sara á vef Stafræns Íslands

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger