Sykur á Iðnó

IÐNÓ

12 October

Ticket prices from

ISK 5,990

Hljómsveitin Sykur slær til stórtónleika í Iðnó þann 12. október.

Það er bara löngu kominn tími til að við hittumst og dönsum saman!

Við lofum miklu fjöri, en ýmsar gamlar lummur verða grafnar upp og spiluð lög sem hafa ekki heyrst á tónleikum hjá okkur í langan tíma, í bland við glænýtt óútgefið efni.

Fyrsta plata Sykurs, Frábært eða frábært, kom út í október 2009 og markaði kaflaskil í íslensku poppi en á henni er að finna hin geysivinsælu lög Swedish Snowboard Girl, Lessupjetur og Viltu Dick?

Tveimur árum síðar kom svo út platan Mesópótamía en þar má finna slagarana Reykjavík, Curling og Shed those tears. Svefneyjar, Kókídós og Strange loop komu svo út á plötunni JÁTAKK árið 2019 en öll eiga þessi lög það sameiginlegt að hafa ítrekað vermt efstu sæti topplista á útvarps- og streymisveitum landsins.

Hljómsveitin Sykur er: Agnes Björt Andradóttir, Halldór Eldjárn, Kristján Eldjárn Hjörleifsson og Stefán Finnbogason.

Sykur on Spotify

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger