Garún, Garún | Tíbrá

Salurinn

29 September

CAPUT flytur tvö mögnuð verk úr smiðju tónskáldsins John Speight. Í hlutverkum sögumanns og einsöngvara eru Arnar Jónsson, leikari og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran.

John Speight (f. 1945) hefur fyrir margt löngu skipað sér í röð helstu tónskálda Íslands og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlist sína auk þess að hafa starfað sem eftirsóttur óperusöngvari og söngkennari. Höfundarverk hans er fjölbreytt og spannar breitt tilfinningalitróf, allt frá voldugum hljómsveitarverkum til lágstemmdra einleiksverka og ljóðrænna einsöngslaga. Á þessum tónleikum hljóma tvö stór og leikræn kammerverk sem hvort um sig byggja á dramatískum efniviði, hinni magnþrungnu draugasögu um Djáknann á Myrká og Klukkukvæði Hannesar Péturssonar þar sem klausturklukka frá miðöldum ávarpar ferðalang um bjarta sumarnótt.

CAPUT hefur starfað óslitið frá árinu 1987 og átt í gjöfulu samstarfi við tónskáld samtímans. Hópurinn er síbreytilegur að stærð og lögun, allt eftir viðfangsefninu hverju sinni. CAPUT er margverðlaunaður fyrir ómetanlegt framlag sitt til tónlistar og hlaut meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011.

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall sem hefst klukkan 12:30. Aðgangur á tónleikaspjallið er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger