© 2024 Tix Ticketing
Hljómahöll
•
10 November
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 er liðið ár frá rýmingu Grindavíkur. Dagurinn sem öllu breytti. Grindavíkurdætrum langar til að búa til vettvang þar sem Grindvíkingar geta hist á þessum tímamótum og átt stund saman.
Páll Óskar verður sérstakur gestur tónleikanna.
Efnisskrá tónleikanna verður metnaðarfull með lögum sem tengir hug og hjarta Grindvíkinga saman. Flutt verða jákvæð lög um vonina en einnig baráttulög í anda aðstæðna hópsins. Kórinn kemur fram ásamt hljómsveit.
Kórstjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Meðleikari: Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir