Orgelsumar - Matthías Harðarson og Harpa Ósk Björnsdóttir

Hallgrímskirkja

27 July

Sale starts

19 December 2024 at 12:09

()

Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans þar voru þau Gíslína Sól Jónatansdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson og Kittý Kovács. Hann lærði einnig á saxófón undir handleiðslu Stefáns Sigurjónssonar. Að loknu miðprófi á píanó hóf Matthías nám á orgel hjá þáverandi organista Landakirkju, Guðmundi H. Guðjónssyni og síðar hjá Kittý Kovács. Árið 2016 lauk Matthías kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk kantorsprófi sem og BA námi við Listaháskóla Íslands 2020. Þar lærði hann orgelleik hjá Birni Steinari Sólbergssyni, kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni og litúrgískan orgelleik hjá Guðnýju Einarsdóttur, Eyþóri Inga Jónssyni og Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Samhliða orgelnáminu lagði Matthías stund á Vélstjórn og útskrifaðist sem Vélfræðingur árið 2017. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. Undir leiðsögn Kristian Krogsøe, Lars Rosenlund Nørremark og Ulrik Spang-Hanssen.

Harpa Ósk Björnsdóttir stundar nám við óperudeild bæversku Leiklistarakademíunni August Everding, við Prinzregententheater-óperuhúsið og Tónlistarháskólann í München. Áður nam hún við Tónlistarháskólann í Leipzig.Hún hóf að læra söng í Langholtskirkju hjá Þóru Björnsdóttur, því næst við Söngskólann í Reykjavík og síðan í Listaháskóla Íslands hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Þóru Einarsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur og Kristni Sigmundssyni.Harpa Ósk var einn sigurvegara í keppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og LHÍ, Ungir einleikarar, og hún hlaut titilinn „Rödd ársins 2019“ í keppninni Vox Domini. Hún þreytti frumraun sína með Íslensku óperunni árið 2019 í hlutverki Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Verkefni síðasta árs voru m.a. hlutverk í óperunum Toscu við Oper Leipzig, Hans og Grétu við Oper Halle, Achill unter den Mädchen, Juditha Triumphans og 4:48 Psychosis við Prinzregententheater München, Töfraflautunni í Leipzig og Grimma og með Sinfóníuhljómsveit Íslands í febrúar á þessu ári. Þessa stundina er Harpa gestasöngvari við Oper Halle í hlutverkum Sandmännchen og Taumännchen í Hans og Grétu, og í mars 2024 syngur hún titilhlutverkið í óperunni Zanaida eftir J. C. Bach með Útvarpshljómsveit München, Münchner Rundfunkorchester, í Prinzregenten óperuhúsinu.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger