© 2024 Tix Ticketing
Þjóðleikhúsið
•
20 October
Sýning sem rúllar yfir alla þröskulda
Stúlka ákveður að taka þátt í skólahlaupinu. Hún hleypur af stað. Hún er ein af sætu og vinsælu stelpunum og ætlar að verða leikkona þegar hún verður stór. Hún byrjar að dragast aftur úr. Stúlkan blæs sápukúlur og speglar sig í þeim. Bilið stækkar á milli hennar og hópsins. Sápukúlurnar svífa upp í himininn og brot úr lífshlaupi hennar birtast.
Heillandi verk um baráttu og sigra, byggt á persónulegri reynsluSögupersónan leiðir okkur í gegnum líf sitt sem manneskja með líkamlega skerðingu sem ágerist með aldrinum. Í fallegu, hvetjandi og áhrifamiklu verki, þar sem tónlist, myndlist og dansi er fléttað saman við frásögnina, fylgjumst við með baráttu fyrir framtíð, sjálfstæði og réttindum, og leit að ást og tengslum. Taktu flugið, beibí er einstök saga sem á erindi við okkur öll, saga um framtíðardrauma, ástina, fjölskylduna, baráttu og sigra. Leikritið er byggt á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundarins, Kolbrúnar Daggar, sem tekur þátt í sýningunni. Hún hefur lokið námi af sviðshöfundabraut LHÍ og meistaranámi í ritlist við HÍ, og er þetta fyrsta leikverk hennar sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi.
Leikarar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
Leikstjórn og leikmyndIlmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. StefánsdóttirTónlist: Salka ValsdóttirLýsing: Ásta Jónína ArnardóttirHljóðhönnun: Brett Smith