© 2024 Tix Ticketing
Hönnunarsafn íslands
•
10 June
Sale starts
29 October 2024 at 23:02
()
„Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!“
Hönnunarsafn Íslands býður upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára, dagana 10.-14. júní, milli kl. 13-16. Námskeiðsgjald er 22.500 kr, skráning fer fram hér á tix.is.
Þátttakendur setja sig í spor hönnuðar og spreyta sig á ólíkum aðferðum í hönnun. Þau hanna heimili fyrir ímyndaða íbúa með tilliti til persónuleika og þarfa. Hver dagur verður með áherslu á ólík herbergi sem samansett mynda heild í lok námskeiðsins.
Verkefnið miðar að því að virkja sköpunarkraftinn, hugsa með höndunum, kynnast skala og módelgerð. Þátttakendur fá að taka módelin með sér heim síðasta daginn.
Námskeiðið leiðir hönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir, en það hefur notið mikilla vinsælda.