„Úr herbergi í herbergi“ - Sumarnámskeið í Hönnunarsafninu

Hönnunarsafn íslands

10 June

Sale starts

22 January 2025 at 00:55

()

„Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!“

Hönnunarsafn Íslands býður upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára, dagana 10.-14. júní, milli kl. 13-16. Námskeiðsgjald er 22.500 kr, skráning fer fram hér á tix.is.

Þátttakendur setja sig í spor hönnuðar og spreyta sig á ólíkum aðferðum í hönnun. Þau hanna heimili fyrir ímyndaða íbúa með tilliti til persónuleika og þarfa. Hver dagur verður með áherslu á ólík herbergi sem samansett mynda heild í lok námskeiðsins.

Verkefnið miðar að því að virkja sköpunarkraftinn, hugsa með höndunum, kynnast skala og módelgerð. Þátttakendur fá að taka módelin með sér heim síðasta daginn.

Námskeiðið leiðir hönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir, en það hefur notið mikilla vinsælda.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger