Tom Waits 75

Salurinn

1 November

Ticket prices from

ISK 8,400

Tónlistarmaðurinn Tom Waits verður 75 ára í desember og af því tilefni ætla þau KK, Björn Jörundur, Valdimar, Hildur Vala og Andrea Gylfa ásamt hljómsveit að heiðra kappann og flytja ódauðleg lög hans og texta.

Tónlist og textar Tom Waits hafa orðið mörgum innblástur og hann á gríðarlega traustan hóp fylgismanna sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt. Tónlistin er blús-, djass- og þjóðlagaskotin og hann hefur verið óhræddur við tilraunir á löngum tónlistarferli sínum. 

Tom Waits hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir auk þess að geta sér gott orð sem kvikmyndaleikari. Waits syngur og spilar sjálfur á píanó og gítar en rödd kappans er ákaflega sérstök og verður hrjúfari með hverju árinu sem líður.  

Hann er á flestum listum yfir bestu laga- og textahönda allra tíma og aðrir listamenn hafa verið duglegir að taka lög hans til flutnings og má þar nefna Rod Stewart, Eagles, Emilíönu Torrini o.fl.  Mörg lög Tom Waits eru löngu orðin klassísk og má þar nefna Ol’55, I Hope That I Don’t Fall In Love With You, Jersey Girl og Tom Traubert’s Blues sem dæmi.

Hljómsveitina skipa: Guðmundur Pétursson, Hallur Ingólfsson, Jón Ólafsson og Birgir Steinn Theodórsson.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger