© 2024 Tix Ticketing
Breiðholtskirkja
•
12 June
Sale starts
25 December 2024 at 01:39
()
Raddir úr blámanum er hrífandi sveigur sjönýrra sönglaga fyrir tenór og lítinn kammerhóp. Söngvasveiginn byggir tónskáldið ÞuríðurJónsdóttir á nokkrum evrópskum og arabískumsönghefðum miðalda af veraldlegum og trúarlegumtoga. Þuríður speglar þessar ólíku sönghefðir í gegnum tíma og yfir landamæri, endurles þau og kompónerar að nýju gegnum linsu fjölmenningar ogfemínisma í nútímasamfélagi.Þuríður Jónsdóttir er eitt okkar mikilvirkustu samtímatónskálda og eru verk hennar pöntuðog leikin víðsvegar um heim, jafnt vestan hafs sem í Evrópu. Í verkum sínum skapar hún nýja ogblæbrigðaríka hljóðheima. Benedikt Kristjánsson tenór er margverðlaunaður fyrir söng sinn og hefurkomið fram sem einsöngvari í mörgum helstu tónlistarhúsum heims. Tónlistarhópurinn EnsembleAdapter hefur starfað á alþjóðavettvangi í tuttuguár og gerir metnaðarfullar listrænar tilraunir meðlistafólki úr ólíkum greinum.