Tix.is

  • From April 25th
  • To June 20th
  • 9 dates
Ticket price:12.990 kr.
Event info

Kokteilaskólinn er eina kokteilanámskeiðið á Íslandi þar sem hver þátttakandi gerir sína eigin kokteila undir leiðsögn kokteilameistara. Við gerum saman þrjá spennandi kokteila, skálum í þjóðardrykk Íslendinga, smökkum allskonar áfengi og fræðumst á skemmtilegan hátt um kokteila.

Hægt er að velja um fjögur mismunandi námskeið:

Kokteilaskólinn 1: Sívinsæla kokteilanámskeiðið okkar! Hér rekjum við lauslega sögu kokteila, förum yfir nauðsynleg atriði í hinn fullkomna kokteil og lærum að búa til auðveldar kokteilauppskriftir sjálf!
Við gerum saman drykkina Old Cuban, Basil Gimlet og Clover Club.


Kokteilaskólinn - Heimabarþjónninn: Á þessu námskeiði lærum við hvernig á að gera kokteila fyrir næstu veislu sem allir ættu að kunna eins og Whiskey Sour, Espresso Martini og Gin Fizz. Við förum yfir hvernig á að líta vel út og skipuleggja sig fyrir kokteilakvöld með vinum og lærum hvernig á að koma í veg fyrir þynnku

Kokteilaskólinn - 80's vibes: Á 80’s vibes námskeiðinu okkar förum við aftur til ársins 1984 og rifjum upp klassíska kokteila sem voru fáanlegir á strandabörum um allan heim! Við gerum saman nútímalega útgáfu af Tequila Sunrise, Pina Colada og Sex on the Beach með ferskum djúsum og besta mögulega hráefni. Verðlaun eru veitt fyrir hópa sem mæta í 80’s fötum


Tema Italiano: Komdu með okkur í andlegt ferðalag til ítalíu og fáðu þér kokteil sem þú gerðir sjálf/ur á Spritz Venue!

Við kynnum með stolti nýtt þema! Ítalskt þema! Við höfum þróað þrjá nýja kokteila sem munu bræða ísköld hjörtu okkar eftir langan vetur.

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvað einkennir ítölsk brögð og ást þeirra á gæða hráefnunum sem skipta öllu máli þegar kemur að drykkja og matargerð.

Drykkir:
Limoncello Sour
Aperol Fizz
Ólífa

Við hlökkum til að taka á móti ykkur með hækkandi sól, eins og Systur sögðu hér um árin.

Námskeiðið er haldið alla fimmtudaga í gullfallega veislusalnum Spritz Venue á Rauðarárstíg 27.

Það eru ristaðar barhnetur í boði fyrir gesti.

Við mælum með að fylgjast með gangi mála á Facebook og Instagram síðu Kokteilaskólanns.

Hlakka rosalega til að taka á móti ykkur!
Ivan Svanur Corvasce

Það þurfa að lágmarki 6 manns að vera skráðir svo að námskeið verði haldið. Námskeiðið er tveir tímar, frá 18:00-20:00.