Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Steinunn Vala Pálsdóttir flautuleikari og Hanna Lizinkiewicz píanóleikari flytja fjölbreytta efnisskrá með verkum eftir þrjú ólík tónskáld af mismunandi kynslóðum 20. aldar. Sónatína (1945-49) eftir Pierre Boulez,
Að vornóttum, fjögur næturljóð (1981) eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Arabesque fyrir flautu og píanó (2013) eftir Ewu Fabianska-Jelinska og verður það í fyrsta sinn sem verk eftir hana er flutt á Íslandi.
Þær Steinunn Vala og Hanna kynntust í Malmö árið 2016 þegar Hanna var meðleikari Steinunnar þegar hún var þar í mastersnámi.
Samvinna þeirra hófst fyrir alvöru þegar þær unnu saman að flutningi Sónatínu Pierre Boulez fyrir útskriftartónleika Steinunnar 2017.
Verkið er eitt af höfuðverkum tónbókmennta 20. aldar og því tilvalið að flytja það núna í nýju samhengi ásamt tveimur eftirlætisverkum hvort eftir sinn landa þeirra, Þorkel Sigurbjörnsson og Ewu Fabianska-Jelinska.