Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Sígildar sónötur fyrir selló og píanó

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari og Jane Ade píanóleikari hafa oft komið fram saman síðan þær voru samnemendur heima á Íslandi. Á þessum tónleikum leika þær þrjár kraftmiklar og fjörugar sónötur eftir Boccherini, Beethoven og Prokofiev auk hins undurfagra Adagio og Allegro eftir Schumann.

Boccherini Sónata nr. 17 í C-dúr er ein af fjölmörgum virtúósískum sónötum sem hann samdi fyrir sellóið. Fimmta sónata Beethovens fyrir selló og píanó einkennist af mikilli orku og ritmískum drifkrafti en einnig sýnir tónskáldið sína tregafyllstu hlið í millikaflanum. Schumann stillir upp svipuðum andstæðum í hinum ljúfsára Adagio kafla og hinu gáskafulla Allegroi. Hin magnaða Prokofiev Sónata fyrir selló og píanó í C-dúr lýkur efnisskránni á upplyftandi nótum, en verkið er eitt það stórbrotnasta sem samið hefur verið fyrir selló og píanó.