Tix.is

Um viðburðinn

Hjartasvellið baðað ljósum á Vetrarhátíð

Hjartasvellið opnar aftur eftir stutt hlé og verður baðað ljósum í tilefni vetrarhátíðar. Svellið er frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir alla fjölskylduna og sló rækilega í gegn fyrir jólin. Hjartasvellið verður opið fimmtudag og föstudag frá kl. 14-19, laugardag frá kl. 13-21 og sunnudag frá kl. 13-19. Hægt er að bóka skautaferð á hjartasvellid.is en frítt verður í fyrstu tvær ferðir dagsins í tilefni vetrarhátíðar.Aðeins 40 manns komast á svellið á hverjum klukkutíma. Tryggið ykkur skautaferðina ykkar. Sala hefst á hjartasvellid.is þriðjudaginn 1. febrúar kl 12:00


Allar nánari upplýsingar á hjartasvellid.is

Helstu upplýsingar

  • Svellið er opið fim. frá 14-19 fös. frá 14-19, lau. frá 13-21 og sun. frá 13-19
  • Frítt er á svellið kl. 14 og 15 fimmtudaga og föstudaga
  • Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum
  • Skautaferð er bókuð á tix.is - Hjartasvellið 
  • Skautar og hjálmar eru innifaldir í verðinu og  þú bókar skóstær um leið skautaferðin er bókuð
  • Minnum fólk á að koma tímanlega til að forðast raðir
  • Aðeins 40 komast á svellið á hverjum klukkutíma
  • ATH að það er hjálmaskylda fyrir alla á Hjartasvellinu