Tix.is

  • Frá 11. desember
  • Til 30. desember
  • 68 dagsetningar
Miðaverð:800 kr.
Um viðburðinn

Í desember og fram í janúar mun Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó setja upp 200 fermetra skautasvell sem hefur fengið nafnið Hjartasvellið og verður staðsett á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Hjartasvellið er 100% umhverfisvænt þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta svellið. 

Svellið er byggt á sérhönnuðum ísplötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís og hægt er að nota alla skauta nema listdansskauta sem eru með tennur að framan. 

Hjartasvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins Hafnarfjarðar sem mun tengja saman Jólaþorpið í miðbænum, veitingahús og verslanir í hjarta Hafnarfjarðar og ljósadýrðina í Hellisgerði sem sló í gegn í fyrra. 

  • Svellið verður opið frá kl. 14:00-20:00 alla daga (nema 24.25.26. 31.des og 1.jan)
  • Þú pantar þína skautaferð og skauta á www.tix.is
  • Hver skautaferð er 50 mín og hefst á heila tímanum
  • Þeir sem koma með eigin skauta þurfa að láta skerpa þá á svæðinu, skerping kostar 800 kr. Minnum fólk á að koma tímanlega til að forðast raðir
  • Boðið verður upp á heitt kakó og rjóma, safa og léttar veitingar við svellið