Tix.is

Event info

**HJARTASVELLIÐ LOKAÐ TIL 2. FEBRÚAR**

Í ljósi hertra samkomutakmarkana og fjölda smita í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að loka Hjartasvellinu til 2. febrúar. Þeir sem hafa pantað skautaferð í janúar fá endurgreitt og verður bakfært sjálfkrafa til baka.

Við vonum að við getum opnað Hjartasvellið aftur sem fyrst.


Komdu og dragðu djúpt andann á skautum í hjarta Hafnarfjarðar!

Hjartasvellið er 200 fermetra skautasvell á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Svellið, sem strax í upphafi fékk nafnið Hjartasvellið, er frábær viðbót við þá afþreyingu og upplifun sem þegar er í boði í Hafnarfirði fyrir alla fjölskylduna. Hjartasvellið er umhverfisvænt gervisvell þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta svellið auk þess sem framleiðslan er umhverfisvæn.

Allar nánari upplýsingar á hjartasvellid.is

Helstu upplýsingar

  • Svellið er opið fim. frá 14-20, fös. frá 14-22, lau. frá 13-22 og sun. frá 13-19
  • Frítt er á svellið kl. 14 fimmtudaga og föstudaga
  • Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum
  • Skautaferð er bókuð á tix.is - Hjartasvellið 
  • Skautar og hjálmar eru innifaldir í verðinu og  þú bókar skóstær um leið skautaferðin er bókuð
  • Minnum fólk á að koma tímanlega til að forðast raðir
  • Aðeins 20 komast á svellið á hverjum klukkutíma
  • ATH að það er hjálmaskylda fyrir alla á Hjartasvellinu