Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Norræna húsið sunnudaginn 26. júní kl. 13-16
Aldur 13-18 ára

Í tilefni HönnunarMars býður grafíska hönnunarstofan Kiosk Studio upp á vinnusmiðju fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára. Þátttakendur læra að hanna sína eigin listabók með því að nota einfalda grafíska frásagnaraðferð. Kenndar verða aðferðir við að segja sögur, hvernig lesa má í myndir og hvaða verkfæri er hentugt að nota til að skapa sína eigin listabók.

Vinnusmiðjan fer fram á ensku.
Leiðbeinendur eru Josefin Askfelt (SE) og Emil Willumsen (DK)

Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg. Hámarksfjöldi er 10 þátttakendur.