Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Farao er listamannanafn hinnar norsku Kari Jahnsen og nýjasta plata hennar Pure-O var vel metin í tónlistarheiminum og hlaut lof frá mörgum mikilvægum gagnrýnendum. Enda er platan sannarlega veisla fyrir eyrað! Með glæsilegri blöndu af 90´s R’n’B og austurríkjadiskói hefur hún skapað frumlegan hljóðheim, kryddaðan með öruggum söng sínum sem fjallar opinskátt um flókin ástarsambönd. Með fjögurra manna hljómsveit mun Farao bjóða upp á taktfasta og melódíska upplifun í tónleikasal Norræna hússins.

Fjórða tónleikaröð Norræna hússins verður sérstaklega glæsileg. Fyrir utan fjögur kvöld med framúrskarandi íslensku tónlistarmönnum býður húsið í ár upp á fjóra vel þekkta tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Frá draumkenndu og kvikmyndalegu avant-poppi og friðsælli píanótónlist yfir í rytmískt elektró popp – í sumar verður jafnvel enn breiðara úrval af tónlistarkonfekti en í fyrra.

www.nordichouse.is