Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Gyða Valtýsdóttir náði fyrst athygli á heimsvísu með tilraunakenndu og nánast goðsagnakennduraftónlistarsveitinni múm. Hún hætti í hljómsveitinni til að klára sellónám og eignaðist tvískiptamastersgráðu frá Musik Akademie í Basel í bæði klassískum hljóðfæraleik og spuna. Báðarsólóplötur hennar – þær Epicycle og Evolution – fengu verðlaun fyrir bestu plötur í opnum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum. Stórbrotin tónlist sem sýnir margar hliðar sellósins.

Spotify

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í þriðja skipti í sumar með fjölbreyttri dagskrá og áhugaverðum tónlistarmönnum. Þetta ár kynnum við fjögur atriði frá hinum Norðurlöndunum ásamt sex íslenskum atriðum. Tónleikaröðin inniheldur eitthvað fyrir alla; þjóðlagatónlist, djass, klassík og popp.

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir tónleikana og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Panta borð

Viðburðadagatal Norræna hússins