Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Miðvikudaginn 3. júlí halda harmónikkuleikarinn Geir Draugsvoll og píanóleikarinn Mette Rasmussen tónleika í Norræna húsinu. Tónleikarnir byrja kl. 21:00.

Sem dúó hafa harmónikkuleikarinn Geir Draugsvoll og píanóleikarinn Mette Rasmussen haldið tónleika í Danmörku, Svíþjóð, Sviss, Frakklandi og Kína. Astor Piazzolla hefur verið fastur liður í dagskrá þeirra enda hentar fjölbreytti hljóðheimur hans þessum tveim hljóðfærum einstaklega vel. Í kjölfarið hefur dúóið núna gefið út plötuna Time of Life hjá virtu útgáfunni Naxos og inniheldur hún nokkur af helstu Nuevo Tango verkum tónskáldsins. Á tónleikunum munu Geir og Mette einnig kynna þjóðlagatónlist og ný verk frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir tónleikana og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. www.aalto.is 

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í þriðja skipti í sumar með fjölbreyttri dagskrá og áhugaverðum tónlistarmönnum. Þetta ár kynnum við ekki færri en fjögur atriði frá hinum Norðurlöndunum ásamt sex íslenskum atriðum. Tónleikaröðin inniheldur eitthvað fyrir alla; þjóðlagatónlist, djass, klassík og popp. 

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

www.nordichouse.is