Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Dans- og gjörningahópurinn Kartell heldur sýningu í Norræna húsinu. 
Takmarkaður sætafjöldi.

Sýningin er bæði tilgerðarlaus og fjörug og gengur út á að skoða huga kvenna og karla. Hún lýsir hugarástandi sem ýmist getur verið óútreiknanlegt, ofbeldisfullt, ástríkt, biturt og umhyggjsamt og haft bæði góðar og slæmar afleiðingar í för með sér. Dansinn er í senn alvarlegur, hversdagslegur og viðkvæmur og er túlkaður af þremur karldönsurum frá Kartellet í gegnum leik, þjóðdansa og loftfimleika. Tónlistin sem notuð er í sýningunni er eftir Ragnhild Furebotten og Helge Norbakken og er með þjóðlegu sniði. Áhorfendur sitja í miðju rýminu og fá þannig dansinn og tónlistina beint í æð.

DoPPler er samvinnuverkefni milli tónlistarkonunnar og tónskáldsins Ragnhild Furebotten og dansarans og danshöfundarins Sigurd Johan Heide.

Dansarar:
Inge Martin Helgesen
Sigurd Johan Heide (Eirik Fuglesteg Luksengard)
Ådne Kolbjørnshus
Danshöfundur: Sigurd Johan Heide/Kartellet
Tónskáld: Ragnhild Furebotten

Tónlistarflytjendur:
Ragnhild Furebotten – fiðla
Helge Andreas Norbakken – slagverk (Arnfinn Bergrabb)

Um hópinn
Kartell var upphaflega danssýning eftir Sigurd Johan Heide við frumsamda tónlist eftir Mariann Torset. Dansekompaniet og Kartellet A/S hafa verið sameinuð og þau hafa sett upp 4 sýningar frá árinu 2012.
Kartell leggur áherslu á líkamlega samvinnu milli karlmanna. Allir dansararnir hafa sinn eigin persónulega stíl og sýna líkamlegu hæfileika sína til að skapa nánd við áhorfendur. Sýningin er fjörug og villt og gengur út á að skoða karlmanninn útfrá líkamlegu atgervi hans. Lifandi tónlist er alltaf notuð við sýningarnar.