Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn
Á nýútgefnum diski er nefnist Innst Inni spilar tónskáldið og flinki kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson með Eyþóri Gunnarssyni, sem er reyndur píanóleikari með meistaralegan áslátt. Platan var að mestu leyti spunnin - töfrar sem spretta upp þegar tveir sköpunarglaðir einstaklingar hittast. Það er eitthvað stórfenglegt við það að heyra Tómas og Eyþór spila djass saman og hlustandinn þarf bara að njóta stundarinnar og hlusta. Eins og gagnrýnandinn C. Michael Bailey skrifar: "Innst Inni tengist ekki ákveðnu þjóðerni eða tónlistarlegum uppruna. Það er einfaldlega bara tónlist... einföld og róandi.

https://www.youtube.com/watch?v=nhkqffyw5l0

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. 

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is

Dagskrá 
20. júní. amiina (IS) 
27. júní. Sóley (IS) 
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO) 
11. júlí. Sumie (SE) 
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS) 
25 Júlí. Einar Scheving (IS) 
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS) 
8. ágúst. Lára Rúnars (IS) 
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)