Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn
Stundum er minna svo mikið meira og rödd Sumie saman við þjóðlagagítar hennar mynda einhvers konar dáleiðandi og ómótstæðilega töfra. Sumie fór að semja lög árið 2008 í Gautaborg í Svíþjóð, og hún gaf út fyrstu plötu sína SUMIE í desember 2013, sem hlaut lof gagnrýnanda. Platan var tekin upp í samstarfi við þýska píanóleikarann og pródúsentinn Nils Frahm, með hjálp meðleikarans Dustin O'Halloran. Þjóðlagatónlist Sumie nær einhvern veginn að skáka sjálfri sér og hún skilur hlustandanum eftir í einhvers konar rólegu hamingjuástandi.

http://sumienagano.com/

Mynd: Eric J. Ward

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. 

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is

Dagskrá 
20. júní. amiina (IS) 
27. júní. Sóley (IS) 
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO) 
11. júlí. Sumie (SE) 
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS) 
25 Júlí. Einar Scheving (IS) 
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS) 
8. ágúst. Lára Rúnars (IS) 
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)