LEIÐSÖGN UM NORRÆNA HÚSIÐ
Sunnudaga og miðvikudaga frá 14. júní – 31. ágúst
Í sumar verður boðið upp á leiðsögn um Norræna húsið, sögu þess, sýningar og arkitektúrinn.
Norræna húsið í Reykjavík er teiknað af Finnska arkitektinum Alvar Aalto (1898-1976). Húsið var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar.
Í Norræna húsinu er einnig að finna einstakt bóksafn, sem lánar út bókmenntir eingöngu á norrænum tungumálum, verslun með norræna hönnun, sýningarsali, tónleika/ fyrirlestrar/kvikmyndasal og veitingastaðinn Aalto Bistro.
Leiðsögnin fer fram á ensku og kostar 1000 kr.
Sumartilboð
Á miðvikudögum í sumar verður hægt að kynna sér norræna menningu með leiðsögn, tveggja rétta máltíð á Aalto Bistro og tónleikum í Tónleikaröð Norræna hússins fyrir aðeins 7800kr (fullt verð 9600).
Nánar