Arctic Concerts
Ný tónleikaröð í Norræna húsinu, með tónleikum öll fimmtudagskvöld í sumar og fram á haust.
Fyrstu tónleikarnir verða næsta fimmtudag, 26. maí, kl. 20:30 og síðan alla fimmtudaga fram til hausts.
Undir merki Arctic Concerts falla ólíkir stílar og tónlistarstefnur; klassík, jazz, þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.
Nánar verður tilkynnt um flytjendur á næstu dögum og vikum en fjölbreytnin er mikil.
Tónleikarnir 26. maí
Guðni Franzson og Valgerður Andrésdóttir ríða á vaðið og leika tónlist eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Hauk Tómasson, Jóhann Jóhannson og fleiri.
Í vor eru 30 ár liðin síðan Guðni Franzson “debuteraði” á Listahátíð í Reykjavík, vorið 1986 með tónleikum í Norræna húsinu. Þar frumflutti hann, ásamt sænska píanistanum Ulriku Davidsson, ný verk ungra íslenskra tónskálda sem síðar voru gefin út af íslenskri tónverkamiðstöð undir heitinu, “What have they done to Gudni’s clarinet”.
Efnisskráin á fimmtudaginn er byggð á verkum sem flest eru samin um eða eftir 1986 og flest sérstaklega fyrir Guðna og klarínettuna. Þar má nefna Spring Chicken eftir Hauk Tómasson, Gárur Sveins Lúðvíks Björnssonar, Melodie e. Jóhann Jóhannsson og Mar e. Þórólf Eiríksson en einnig Þjóðlög Þorkels Sigurbjörnssonar, Ristur Jóns Nordals og Síðasta slagarann e. Atla Heimi Sveinsson.
AALTO Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleika Arctic Concerts og því er tilvalið að mæta í kvöldverð, njóta góðra veitinga og hlusta á vandaða tónleika að lokinn máltíð.
Tónleikarnir eru um klukkutíma langir, án hlés. Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræna húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.