Skip to content

Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Veðurdagbækurnar: sögur úr norðri
Ritsmiðja fyrir börn og unglinga (9-14 ára) í Norræna húsinu. 

28. maí kl. 13:00-15:00
29. maí kl. 11:00-13:00

Það er sýningin The Weather Diaries (þýð. Veðurdagbækurnar) sem tengir saman þá ólíku viðburði sem Norræna húsið býður upp á í tengslum við Listahátíð.

Ritsmiðjan
Rithöfundurinn Gerður Kristný sækir efniviðinn í ritsmiðjuna innan veggja Norræna hússins en þar stendur nú yfir sýningin Veðurdagbækurnar (The Weather Diaries). Sýningin býr yfir ævintýralegum myndheimi og dularfullum sögum sem verður að segja 

Í ritsmiðjunni fá krakkar á aldrinum 9-14 ára tækifæri til að virkja ímyndunaraflið með því að spinna sínar eigin sögur upp úr ævintýraheimi Veðurdagbókanna en þar kynnumst við m.a. dreka, loðnum verum og dularfullum tvíburasystrum. Sýningin er unnin af tvíeykinu Cooper & Gorfer í samstarfi við marga af þekktustu hönnuðum og listamönnum frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Cooper & Gorfer sækja sér innblástur til málaralistar 18. og 19. aldar og bregða upp ævintýralegum myndheimi, þrungnum sögu. Þar er líkt og Cooper og Gorfer hafi numið nýtt land. Þótt umhverfið sé vissulega kunnuglegt er það um leið framandi. Eins og allir góðir sögumenn hika þær nefnilega ekki við að færa í stílinn. Sagan sjálf er aðeins grunnurinn en stemmningunni ráða þær sjálfar. Það er síðan áhorfandans að lesa á milli línanna og túlka.

Ritsmiðjan fer fram á íslensku.

Skráning:
Hámark 25 þátttakendur í hverri smiðju, frímiðar í kaupa miða.



Dagskrá Listahátíðar í Norræna húsinu: 

22. maí kl. 16:00-19:00, Prjónasmiðja undir handleiðslu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Tónlist: Sigtryggur Baldursson (slagverk) og Steingrímur Guðmundsson (tabla).

28. maí kl. 13:00-15:00, Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.
29. maí kl. 11:00-13:00, Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.

3. júní, kl. 16:00—17:00
Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall með grænlenska fatahönnuðinum Bibi Chemnitz og Guðrúnu Rógvadóttur frá færeyska tískumerkinu Guðrun & Guðrun.

3. júní, kl. 17:00—18:00
Drekar og loðlingar. Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttur (einnig þekkt sem Shoplifter) og Jóhönnu Methúsalemsdóttur stofnanda Kría Jewelry.

3. júní, kl. 18:00—19:00
Tónlistargörningur eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Shoplifter. Leiðsögn í sýningarrými.

Þátttaka í viðburðunum er ókeypis.



Maí
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
2025
1950
1951
1952
1953
1954
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023
2024
2025
2026
2027
2028
2029
2030
2031
2032
2033
2034
2035
2036
2037
2038
2039
2040
2041
2042
2043
2044
2045
2046
2047
2048
2049
2050
MánÞriðMiðFimFösLauSun
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
0:00
1:00
2:00
3:00
4:00
5:00
6:00
7:00
8:00
9:00
10:00
11:00
12:00
13:00
14:00
15:00
16:00
17:00
18:00
19:00
20:00
21:00
22:00
23:00