Hljómsveitin Spottarnir halda tónleikana Cornelis och En Bellman í Norræna húsinu 26. febrúar kl. 20:00. Miðaverð er 2500 kr, miðasala fer fram á tix.is og í móttöku Norræna hússins.
Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar líka víða fanga bæði hér heima sem vestan hafs og austan.
Til að fagna tíu ára afmælinu blæs hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.
Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni leikur á bassa; Magnús R. Einarsson syngur og spilar á gítar og Karl Pétur Smith sér um trommuleik.