Vegna samkomubanns hefur tónleikunum verið aflýst
Múlinn Jazzklúbbur: ASA tríó ásamt Jóel Pálssyni
Jóel Pálsson, saxófónn
Agnar Már Magnússon, hammondorgel
Andrés Þór, gítar
Scott McLemore, trommur
ASA Tríó hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og gefið út fjölmargar
útgáfur hvort tveggja í föstu formi og ýmsar hljómleikaútgáfur á stafrænu
formi. Hljómsveitin hefur hlotið tilnefningar til
Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir eigin verk og komið fram í
samstarfi með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Að þessu sinni ætla þeir félagar
að fá til liðs við sig saxófónleikarann Jóel Pálsson og munu þeir
leika glænýtt efni eftir þá fjóra.