Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Unglistakonur I:
Diana Adamyan fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari
Dagsetning: 10. ágúst kl 19:30
Salur: Norðurljós
Verð: 2.500 kr
Afsláttarverð: 1.500 kr fyrir eldri borgara og nemendur, ókeypis fyrir 12 ára og yngri

Fiðluleikarinn ungi, Diana Adamyan frá Armeníu, er ein af unglistakonum Akademíunnar 2019 en Diana hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Menuhin fiðlukeppninni 2018 aðeins 18 ára gömul. Á tónleikunum í Hörpu flytur Diana ásamt píanóleikaranum Richard Simm nokkur vel valin verk fyrir fiðlu og píanó, þar á meðal fiðlusónötur eftir Saint-Saëns og Beethoven. Auk þessara tveggja höfuðtónverka fyrir fiðlu og píanó leika Diana og Richard verk eftir Bazzini, Kreisler, Komitas og Katchaturian þar sem áheyrendum gefst enn frekar tækifæri til að kynnast færni fiðluleikarans unga.

Richard Simm er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur en hann hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins síðan hann settist hér að árið 1989 og starfar nú við Listaháskóla Íslands.