“Listamaður hljóðsins”
Levante, spænskt dagblað, maí 2018
“Hér er á ferðinni stórkostlegur
píanóleikari sem þú verður að fylgjast með í framtíðinni”
Classica, franskt tónlistartímarit, júní 2017
"Okros hefur þetta auka
eitthvað, töfra sem ekki er hægt að skilgreina "
Ísrael Hayom, Ísraelskt dagblað, maí 2017
Luka Okros sem býr í London er nú kominn til Reykjavíkur til að flytja úrval verka eftir Schubert, Rachmaninov og Liszt. Tónleikar Okros í Kaldalóni Hörpu eru hluti af tónleikaferð hans um Evrópu.
Okros hefur verið kallaður einn efnilegasti píanóleikari sinnar kynslóðar. Hann hefur nú þegar unnið fyrstu verðlaun í átta alþjóðlegum píanókeppnum og haldið tónleika víða um heim.
Okros hefur vakið athygli gagnrýnenda sem hafa farið lofsamlegum orðum um píanóleik hans, sem þeir hafa sagt vera ástríðufullan og kraftmikinn, þrunginn ríkri sköpunargáfu. Auk þess að starfa sem konsertpíanisti, vinnur Luka að því að ljúka við hljómplötu sem helguð verður hans eigin tónsmíðum.
Upptökur með leik Luka eru fáanlegar á Spotify, iTunes, Amazon.
Nánari upplýsingar á vefsíðunni
www.lukaokros.com
eða Instagram www.instagram.com/lukaokros
Efnisskrá
Schubert Impromptu op.90
Rachmaninov Sex lítil stykki op.16
Liszt Ungversk rapsódía nr.2 S244