Hljómsveitin ADHD, sem hefur nú starfað í 11 ár, gaf á dögunum út sína sjöundu plötu og mun að því tilefni halda tvenna útgáfutónleika.
Útgáfutónleikarnir verða á Græna hattinum, Akureyri, 23. maí og í Kaldalóni í Hörpu 24. maí.
Platan ADHD 7 kom út í mars síðast liðnum og hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og áheyrenda, en hljómsveitin hefur undanfarið verið á tónleikaferðalagi um Evrópu.
Hljómsveitina ADHD skipa þeir Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Tómas Jónsson.