Tríó píanistans Sunnu Gunnlaugs gaf í lok síðasta árs út nýjan hljómdisk þar sem þau fá til liðs við sig finnska trompetsnillinginn Verneri Pohjola. Diskurinn Ancestry hefur fengið glimrandi dóma þ.m.t. 4 stjörnur í breskta tímaritinu Jazzwise og er Sunna og Ancestry tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í öllum 4 flokkum jazztónlistar (plata ársins, höfundur ársins, tónsmíð ársins og flytjandi ársins).
Sunna Gunnlaugs - píanó
Verneri Pohjola - trompet
Þorgrímur Jónsson - kontrabassi
Scott McLemore - trommur