Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu. Stjórnandi tónleikanna er rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin, aðalhljómsveitarstjóri Rínarfílharmóníusveitarinnar í Koblenz og Fílharmóníusveitar Arturs Rubinstein í Lódz í Póllandi.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Einleikarakeppni SÍ og LHÍ fer fram á haustmánuðum 2015 og í kjölfarið verða nöfn vinningshafa birt á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar.

EFNISSKRÁ
Kynnt síðar

STJÓRNANDI
Daniel Raiski

EINLEIKARAR
Sigurvegarar úr einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands